Fréttasafn16. jan. 2018 Almennar fréttir Menntun

Ný vefsíða HR um háskólanám eftir iðnmenntun

Háskólinní Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða á vefslóðinni www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi til háskólanáms við HR. 

Á síðunni eru teknar saman upplýsingar um vinsælar námsbrautir í HR hjá fólki með iðnmenntun, leiðarvísir um hvaða inntökuskilyrði þarf að uppfylla fyrir mismunandi námsbrautir, ásamt reynslusögum nemenda sem sýna fjölbreyttan menntaferil nemenda í HR.

Iðnmenntun lokar engum dyrum varðandi áframhaldandi nám á háskólastigi

Í tilkynningu HR segir að íslenskt atvinnulíf kalli eftir fólki með góða verkþekkingu og því mikilvægt að benda ungu fólki á þá fjölbreyttu möguleika sem iðn- og tækninám veitir. Eftirspurnin á vinnumarkaði eftir einstaklingum með tæknigrunn og sérhæfingu úr háskóla sé mjög mikil og eigi líklega enn eftir að aukast í framtíðinni. Því sé vert að leggja áherslu á að iðnmenntun lokar engum dyrum varðandi áframhaldandi nám, heldur sé þvert á móti góður grunnur fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi.