Fréttasafn4. des. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Nýr viðskiptastjóri hjá SI

Guðrún Birna Jörgensen hefur verið ráðin viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og hóf hún störf nú um mánaðarmótin. 

Gudrun-Birna-Jorgensen_lit

Guðrún Birna hefur frá árinu 2011 starfað hjá Íslandsstofu sem verkefnastjóri fyrir Inspired by Iceland. Fyrir þann tíma starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Microsoft Ísland og markaðs- og vörumerkjastjóri hjá Heklu. Hún er með BS gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands og er nú í meistaranámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.

Guðrún Birna er tengiliður við starfsgreinahópa innan framleiðslusviðs SI, þar á meðal Meistarafélag bólstrara, Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda, Málmur - samtök í málm- og skipaiðnaði og prentiðnaðinn. Félagsmenn geta haft beint samband við Guðrúnu Birnu með tölvupósti gudrun.birna@si.is eða í síma 898 8749.