Persónuverndarfulltrúi ráðinn til SI
Linda B. Stefánsdóttir hefur verið ráðin persónuverndarfulltrúi Samtaka iðnaðarins. Linda er með meistaragráðu í lögfræði frá HR og CIPP/E alþjóðlega vottun í evrópskum persónuverndarlögum. Hún hefur starfað sem ráðgjafi við innleiðingu á persónuvernd síðastliðin tvö ár. Linda starfaði hjá Microsoft í Noregi þar sem hún sá um úttektir á samningum og leyfum hjá viðskiptavinum Microsoft í Noregi. Þá var hún ráðgjafi í innleiðingu á persónuvernd og Software Assesst Management hjá Crayon Ísland.