Fréttasafn30. okt. 2018 Almennar fréttir

Ræða á svigrúm til launahækkana á fundi SA í Hörpu

Samtök atvinnulífsins standa fyrir opnum fundi fimmtudaginn næstkomandi 1. nóvember í Norðurljósum í Hörpu kl. 8.30-10.00 þar sem rætt verður um kjarasamninga á vinnumarkaði, hver er staðan og hvert stefnir. Tölum saman er yfirskrift fundarins. 

Á fundinum ætla Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, að rýna í stöðuna og ræða svigrúm til launahækkana.

Allir eru velkomnir og boðið er upp á létta morgunhressingu.

Á vef SA er hægt að skrá þátttöku.