Fréttasafn19. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Rafey fær D-vottun

Fyrirtækið Rafey á Egilsstöðum hefur náð D-vottun í gæðakerfi Samtaka iðnaðarins. Fyrir skömmu heimsóttu fulltrúar SI fyrirtækið og afhentu viðurkenninguna. Það var Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sem afhenti Eyjólfi Jóhannessyni hjá Rafey viðurkenninguna. Hrafnkell Guðjónsson, rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri Rafeyjar, tók á móti fulltrúum SI og sagði frá starfsemi fyrirtækisins en Rafey er alhliða rafverktakafyrirtæki og rekur auk þess rafmagnsverkstæði, bíla- og vélaverkstæði. Þess má geta að Rafey er samstarfsaðili Mílu og annast uppbyggingu og viðhald á fjarskiptakerfi Mílu á Austurlandi. Fyrirtækið er í Félagi rafverktaka á Austurlandi, FRA, ásamt því að vera aðili að Samtökum rafverktaka, SART, sem eru aðilar að SI. 

Rafey-november-2019_1574160373773Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, og Hrafnkell Guðjónsson, rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri Rafeyjar.