Fréttasafn22. sep. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Rafvirkjar og rafeindavirkjar með bestan árangur á sveinsprófi

Viðurkenningar fyrir bestan árangur á sveinsprófi voru veittar rafvirkjum og rafeindavirkjum í móttöku hjá Rafmennt síðastliðinn fimmtudag. Vegna COVID var ekki hægt að halda hefðbundna móttöku fyrir alla útskriftarnema og var þeim því öllum sent gjafabréf á hótelgistingu fyrir tvo með morgunmat. 

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu: 

  • Leó Snær Róbertsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í skriflegum hluta sveinsprófa í rafvirkjun júní 2020. Leó Snær hafði ekki tök á að mæta þar af leiðandi tók móðir hans á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir hans hönd.
  • Bjarni Malmquist Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn samtals á bóklegu og verklegu sveinsprófi rafvirkja í febrúar.
  • Ingvi Þór Óskarsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í skriflegum hluta sveinsprófa í rafvirkjun febrúar 2020.
  • Sigurjón Bergsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á verklegum hluta sveinsprófa í rafvirkjun í febrúar 2020.
  • Ingibjörn Þórarinn Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir besta árangur í verklegum hluta á sveinsprófi í rafvirkjun í júní 2020.
  • Almar Daði Björnsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í skriflegum hluta sveinsprófs í rafeindarvirkjun.
  • Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut viðukenningu fyrir bestan árangur í verklegum hluta sveinsprófs í rafeindarvirkjun.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá hægri, Jón Ólafur Halldórsson, formaður sveinsprófsnefndar rafvirkja, móðir Leós Snæs Róbertssonar sem tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd, Bjarni Malmquist Jónsson, Ingvi Þór Óskarsson, Sigurjón Bergsteinsson, Ingibjörn Þórarinn Jónsson, Almar Daði Björnsson, Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir og Ásmundur Einarsson, formaður sveinsprófsnefndar Rafeindavirkja.

Afhending-vidurkenningar-sept-2020Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, afhenti Bjarna Malmquist Jónssyni viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan árangur á sveinsprófi í febrúar.