24. mar. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Sigurvegarar í málm- og véltækni

Á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum sem fram fór í Laugardalshöll var keppt í hönnun vökvakerfa, málmsuðu og bilanagreiningu kælikerfa. Í hönnun vökvakerfa sigraði Friðrik Karlsson frá VMA. Í öðru og þriðja sæti voru Bernharð Anton Jónsson frá VMA og Sæþór Orrason FIV. Í málmsuðu sigraði Viktor Sindri Viðarsson frá TÍ. Í öðru og þriðja sæti voru Finnur Ingi Harrýsson frá TÍ og Vignir Logi Ármannsson frá VMA. Í bilanagreiningu kælikerfa sigraði Sæþór Orrason frá FIV. Í öðru og þriðja sæti voru Friðrik Karlsson frá VMA og Bernharð Anton Jónsson frá VMA. Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt Gústaf Adolf Hjaltasyni, verkefnastjóra hjá IÐUNNI.

Malmur-afhending-verdlauna2Það var Málmur, Samtök fyrirtækja í málm- og skipasmíði, sem kostaði verðlaunin en það voru meðal annars MIGATRONIC pinnasuða, rafsuðuhjálmur, tigsuðuhanskar, verkfærakassar og toppasett. Við afhendinguna sagði Kristján Kristjánsson, sviðsstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR, að við lausn verkefnanna hafi keppendur sýnt mikla fagmennsku og komið með góð úrræði. Hann nefndi einnig að þeir ættu án efa eftir að verða flottir fulltrúar sinna greina í framtíðinni. Við afhendingu verðlaunanna var einnig viðstaddur Guðlaugur Þór Pálsson, formaður Málms.

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.