Fréttasafn18. feb. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Spjaldtölvur til nemenda í rafiðn

Rafmennt sem er í eigu Samtaka rafverktaka og Rafiðnaðarsambands Íslands afhenti fyrir skömmu spjaldtölvur til nemenda í rafvirkjun í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 

Þetta er fjórða árið þar sem öllum nemum á landsvísu sem hefja nám í rafiðngreinum eru gefnar spjaldtölvur en að auki fá nemarnir aðgang að rafbok.is sem er vefur þar sem allt fagtengt námsefni er í boði án endurgjalds. Frá því að verkefnið hófst hafa verið afhentar á þriðja þúsund spjaldtölvur á landinu öllu en auk nema í rafiðnaði er kennurum við rafiðnaðardeildir viðkomandi skóla einnig gefnar spjaldtölvur.

Spjaldtolvur-afhending-i-februar-i-Fjolbraut-i-Breidholti-1-Mikil ánægja var meðal nemendanna þegar búið var að afhenda spjaldtölvurnar.