Fréttasafn12. okt. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Staðlaráð með fjarnámskeið í innri úttekt ISO 19011

Staðlaráð Íslands stendur fyrir fjarnámskeiði fimmtudaginn 15. október kl. 12.00-17.00 fyrir þá sem vilja læra að gera innri úttektir á stjórnunarkerfum með hliðsjón af úttektarstaðlinum ISO 19011 eða þurfa að þekkja framgang innri úttekta. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og vera færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðmundur Svanberg Pétursson, ráðgjafi.

Staðallinn sem um ræðir er þessi: ÍST EN ISO 19011:2018 Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa

Á vef Staðlaráðs Íslands er hægt að fá nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins og skrá sig