15. sep. 2016 Mannvirki Starfsumhverfi

Starfsmannaskortur einkennir vinnumarkaðinn

Kröftugur hagvöxtur síðustu ára veldur því að atvinnuleysi er í lágmarki og skortur á starfsfólki er í mörgum greinum. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, var í samtali við Spegilinn á RÚV þar sem fjallað er um afleiðingar þessa ástands og hvernig fyrirtækin bregðast við.

Í máli Bjarna kemur meðal annars fram að vaxandi skortur sé í flestum atvinnugreinum en það er sérstaklega áberandi í byggingarstarfsemi og margvíslegum iðnaði. Þessum skorti er í mörgum tilvikum mætt með erlendu starfsfólki en í öðrum tilvikum þarf einfaldlega að endurskipuleggja rekstur með tilliti til þessa skorts. Hann segir það auðvitað áhyggjuefni ef starfsmannaskortur er að takmarka fyrirtækin. Til lengri tíma þarf að leggja aukna áherslu á menntun, nýsköpun og þar með aukna framleiðni til að vinna verkin á hagkvæmari hátt en áður.

Á vef RÚV er hægt að hlusta á þáttinn


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.