Fréttasafn7. des. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn Félags rafverktaka á Austurlandi endurkjörin

Stjórn Félags rafverktaka á Austurlandi var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu á Hótel Héraði en fundinum var einnig streymt. Í stjórn sitja Svanur Freyr Jóhannesson, formaður, Ómar Yngvason, gjaldkeri, Hrafnkell Guðjónsson, ritari, og Þórarinn Hrafnkelsson er varamaður.

Á fundinum voru góðar umræður um OECD skýrsluna og framtíð meistarakerfisins en einnig voru rædd verkefni á vegum Rafmenntar sem snúa að bættu öryggi rafiðnaðarmanna.

Svanur-Freyr

Svanur Freyr Jóhannesson, formaður Félags rafverktaka á Austurlandi.