Fréttasafn30. nóv. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn Félags rafverktaka á Norðurlandi endurkjörin

Félag rafverktaka á Norðurlandi, FRN, hélt rafrænan aðalfund fyrir skömmu. Á fundinum flutti Aðalsteinn Þór Arnarsson, formaður félagsins, skýrslu stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári og Gunnar Ingi Jónsson, gjaldkeri félagsins, fór yfir lykiltölur úr úrsreikningi. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum en í henni sitja auk Aðalsteins Þórs og Gunnars Inga þeir Gísli Sigurðsson og Jónas M. Ragnarsson.

Á myndinni er formaður félagsins, Aðalsteinn Þór Arnarsson.