Fréttasafn30. apr. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Teiknimyndin um Lóa valin besta evrópska kvikmyndin

Á mbl.is er sagt frá því að teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn hafi verið valin besta evrópska kvik­myndin á alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð sem haldin var í Kristiansand í Noregi. Á hátíðinni voru sýndar yfir 100 kvikmyndir ætlaðar börnum og ungmennum frá öllum heimshornum. 

Samtök iðnaðarins óska framleiðendum til hamingju með viðurkenninguna en myndin hefur verið seld til sýninga í yfir 50 löndum. 

Á mbl.is er hægt að lesa nánar um viðurkenninguna. 

Á vef GunHil er hægt að lesa nánar um Lóa.

Ploey_poster_april2017_small