Fréttasafn5. jan. 2018 Almennar fréttir

Veggspjöld um sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi og hvetja starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. 

Útbúin hafa verið veggspjöld með sáttmálanum en þau er hægt að hengja upp í kaffistofum eða á göngum fyrirtækja til að minna á mikilvægi þess að tryggja vellíðan á vinnustöðum, öryggiskennd og góðan starfsanda.

Hægt er að lesa nánar um sáttmálann hér.