Fréttasafn



18. mar. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Vel sóttur fundur Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði

Mikill fjöldi félagsmanna sótti félagsfund Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, sem haldinn var síðastliðinn föstudag í Sælakoti, Golfskála Keilis í Hafnarfirði, áður en til samkomubanns kom. Framsögu á fundinum höfðu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Jóhanna Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, sem sögðu frá starfsemi SI og þeirri vinnu sem unnin er hjá samtökunum í þágu meistarafélaga innan SI. Á fundinum voru aðrir starfsmenn mannvirkjasviðs SI, þeir Friðrik Á. Ólafsson, Kristján Daníel Sigurbergsson og Sveinn Héðinsson sem allir eru viðskiptastjórar á mannvirkjasviði og svöruðu fyrirspurnum sem að þeim var beint. 

Mikil ánægja var meðal félagsmanna MIH með fundinn og þær áherslur sem Samtök iðnaðarins eru með í menntamálum og málefnum sem snúa að ábyrgðum aðila sem koma að mannvirkjagerð, auk þess var ánægju lýst með nýja vefsíðu, meistarinn.is, þar sem neytendur geta leitað að meisturum eftir einstökum landssvæðum eða meistarafélögum. 

Á fundinum var vakin athygli á því að Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI, á 15 ára starfsafmæli um þessar mundir og fékk hann afhenda gjöf frá SI af því tilefni. 

Fridrik-15-ara-starfsafmaeliSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, og Jón Þórðarson, formaður MIH.

Fundur-mars-2020-1-Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, flutti erindi á fundinum.

Fundur-mars-2020-3-Jón Þórðarson, formaður MIH.