Fréttasafn



9. des. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Vilja ekki að frumvarp ráðherra verði samþykkt

Samtök iðnaðarins eru meðal 11 hagsmunasamtaka sem hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps sem liggur fyrir Alþingi um breytingar á búvörulögum og tollalögum. Hagsmunasamtökin telja að ekki eigi að samþykkja frumvarpið í núverandi mynd. Nauðsynlegt sé að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunni að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð sé veðurfari og öðrum ytri aðstæðum.

Hagsmunasamtökin sem sendu yfirlýsinguna eru Bændasamtök Íslands, Félag atvinnurekenda, Félag eggjabænda, Félag kjúklingabænda, Félag svínabænda, Landssamband kúabænda, Landssamband sauðfjárbænda, Neytendasamtökin, Samband garðyrkjubænda og Samtök iðnaðarins.