Fréttasafn



29. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Yngri ráðgjafar á verkstað stúdentagarða

Yngri ráðgjafar fóru í vísindaferð síðastliðinn fimmtudag þar sem farið var á verkstað stúdentagarða við Sæmundargötu 21. ÍSTAK er alverktaki verksins en hönnuðir eru Yrki arkitektar, Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar, VHÁ, Lota og Verkís.

Ingibjörg Benediktsdóttir, byggingafræðingur hjá Yrki arkitektum, kynnti hönnun stúdentagarðanna. Þá var verkstaðurinn skoðaður og svo kynnti Gísli H. Guðmundsson, verkefnisstjóri, verkefnið fyrir hönd ÍSTAKS ásamt Guðmundi Halldóri Friðrikssyni. Að lokum var erindi frá Lotu þar sem Kristinn Einarsson, byggingarverkfræðingur, Óli Jón Sigurðsson, vélaverkfræðingur, Kristján Halldórsson, rafmagnsverkfræðingur og Davíð Arnar Baldursson B.sc. í byggingarverkfræði, kynntu verkefnið.   

Yngri ráðgjafar er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins.

IMG_4236

IMG_4242

IMG_4267

IMG_4272

IMG_4277

IMG_4252

IMG_4259