Bein útsending frá fundi um menntamál
Fundur Framleiðsluráðs SI um menntamál í iðnaði sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í morgun var sendur út beint á Facebook SI.
Markmiðið með fundinum var að sýna fram á mikilvægi þess að starfsmenn fái góða þjálfun til þeirra verka sem þeim er ætlað að sinna og miðla reynslu þeirra fyrirtækja sem standa vel að slíkum málum. Á fundinum fór Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SA, yfir menntastefnu Samtaka iðnaðarins, símenntun í iðnaði og raunfærnimat. Auk þess voru kynnt nokkur menntaverkefni hjá fyrirtækjum innan raða SI sem þykja hafa tekist vel en það voru eftirtaldir sem sögðu reynslusögur: Snorri Jónsson, Dominos, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet, Hekla Gunnarsdóttir, Norðurál, Rut Jónsdóttir og Einar Skaftason, Hampiðjan. Í lok fundarins var efnt til umræðna.
Fundarstjóri var Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI.
Hér er hægt að nálgast allar glærur fundarins.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, var fundarstjóri.
Góð mæting var á fundinn.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SA, fór yfir menntastefnu SI.
Snorri Jónsson hjá Dominos.
Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir hjá Prentmeti.
Hekla Gunnarsdóttir hjá Norðuráli.
Einar Skaftason hjá Hampiðjunni.
Rut Jónsdóttir hjá Hampiðjunni.