Fréttasafn



14. jan. 2019 Almennar fréttir Menntun

Bein útsending frá fundi um menntamál

Fundur Framleiðsluráðs SI um menntamál í iðnaði sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í morgun var sendur út beint á Facebook SI. 

Markmiðið með fundinum var að sýna fram á mikilvægi þess að starfsmenn fái góða þjálfun til þeirra verka sem þeim er ætlað að sinna og miðla reynslu þeirra fyrirtækja sem standa vel að slíkum málum. Á fundinum fór Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SA, yfir menntastefnu Samtaka iðnaðarins, símenntun í iðnaði og raunfærnimat. Auk þess voru kynnt nokkur menntaverkefni hjá fyrirtækjum innan raða SI sem þykja hafa tekist vel en það voru eftirtaldir sem sögðu reynslusögur: Snorri Jónsson, Dominos, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet, Hekla Gunnarsdóttir, Norðurál, Rut Jónsdóttir og Einar Skaftason, Hampiðjan. Í lok fundarins var efnt til umræðna.

Fundarstjóri var Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI.

Hér er hægt að nálgast allar glærur fundarins. 


Fundur-14-01-2019-2-Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, var fundarstjóri.

FUNDUR-14-01-2019-3-Góð mæting var á fundinn. 

FUNDUR-14-01-2019-4-Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SA, fór yfir menntastefnu SI. 

Fundur-14-01-2019-6-

Snorri Jónsson hjá Dominos.

Fundur-14-01-2019-7-

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir hjá Prentmeti.

Fundur-14-01-2019-8-Hekla Gunnarsdóttir hjá Norðuráli.

Fundur-14-01-2019-9-Einar Skaftason hjá Hampiðjunni.

Fundur-14-01-2019-10-Rut Jónsdóttir hjá Hampiðjunni.