Fréttasafn



30. okt. 2019 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Félag blikksmiðjueigenda styrkir Félag fagkvenna

Stjórn Félags blikksmiðjueigenda hefur tekið ákvörðun um að styrkja Félag fagkvenna um fjárframlag. Gengið var frá samkomulaginu í Húsi atvinnulífsins í dag og var myndin tekin við það tilefni. Á myndinni eru talið frá vinstri, Þórhildur Halla, húsasmiðanemi, Snædís Traustadóttir, húsasmiður, báðar frá Félagi fagkvenna, Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI. 

Félag fagkvenna stendur meðal annars fyrir skólaheimsóknum þar sem þær vekja athygli grunnskólanema á möguleikum til iðnnáms.