Hringbraut á Framleiðsluþingi SI í Hörpu
Sigmundur Ernir Rúnarsson á Hringbraut var á Framleiðsluþingi SI sem fram fór í Hörpu fyrir viku síðan og tók viðtöl við nokkra þátttakendur þingsins. Í þættinum á Hringbraut er sýnt frá þinginu og Sigmundur Ernir ræðir við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra Marel á Íslandi, Einar Snorra Magnússon, forstjóra CCEP, Guðlaugu Kristinsdóttir, stjórnarformann Límtré Vírnet, og Ingólf Guðmundsson, forstjóra CRI.
Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn.