Fréttasafn13. feb. 2020 Almennar fréttir Framleiðsla Nýsköpun Umhverfis og orkumál

Fjölmennt Framleiðsluþing SI

Hátt í 200 manns fjölmenntu á Framleiðsluþingi SI sem haldið var í Norðurljósum í Hörpu. Áskoranir og tækifæri í íslenskum framleiðsluiðnaði var yfirskrift þingsins og var kastljósinu beint að helstu áskorunum sem íslensk framleiðslufyrirtæki standa frammi fyrir um þessar mundir. Horft var sérstaklega til tækifæra í nýsköpun í umhverfis- og loftslagsmálum og komið inn á að ný hugsun og ný tækni geti ráðið úrslitum um framtíðarvöxt framleiðsluiðnaðar á Íslandi. Kynntar voru niðurstöður úr nýrri könnun sem gerð var meðal félagsmanna SI sem stjórna framleiðslufyrirtækjum og sýna niðurstöðurnar að 88% stjórnendanna ætla að grípa til hagræðingaraðgerða á þessu ári. 

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarp og setti þingið. Erindi fluttu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, starfandi stjórnarformaður, Prentmet Oddi, Þorsteinn Hannesson, framkvæmdastjóri sérverkefna hjá Elkem Ísland, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS, Guðlaug Kristinsdóttir, stjórnarformaður, Límtré Vírnet, og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.

Þegar erindum lauk var efnt til umræðna sem Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrði. Í umræðunum tóku þátt Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Einar Snorri Magnússon forstjóri CCEP, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Álklasans. 

Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, var fundarstjóri í forföllum Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra CCEP og formanns Framleiðsluráðs SI. Að þinginu loknu spjölluðu gestir þingsins saman og þáðu léttar veitingar í Norðurljósum.

Si_framleidsluthing_2020-1Framleiðsluþing SI 2020 var vel sótt.

Hringbraut

Sigmundur Ernir Rúnarsson á Hringbraut var á staðnum meðan á Framleiðsluþingi SI stóð og tók viðtöl við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra Marel á Íslandi, Einar Snorra Magnússon, forstjóra CCEP, Guðlaugu Kristinsdóttir, stjórnarformann Límtré Vírnet, og Ingólf Guðmundsson, forstjóra CRI.

Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn.

Hringbraut2

Glærur

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur þingsins.

Myndir

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Si_framleidsluthing_2020-2Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Si_framleidsluthing_2020-8Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_framleidsluthing_2020-19Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.

Si_framleidsluthing_2020-23Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, starfandi stjórnarformaður, Prentmet Oddi.

Si_framleidsluthing_2020-27Þorsteinn Hannesson, framkvæmdastjóri sérverkefna hjá Elkem Ísland.

Si_framleidsluthing_2020-31Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS.

Si_framleidsluthing_2020-35Guðlaug Kristinsdóttir, stjórnarformaður, Límtré Vírnet.

Si_framleidsluthing_2020-37Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.

Si_framleidsluthing_2020-42Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Álklasans,  Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Einar Snorri Magnússon forstjóri CCEP, og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.

Si_framleidsluthing_2020-45Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrði umræðunum.

Si_framleidsluthing_2020-49

Si_framleidsluthing_2020-55Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI var fundarstjóri.

Si_framleidsluthing_2020-14

Si_framleidsluthing_2020-30

Si_framleidsluthing_2020-16

Si_framleidsluthing_2020-10

Si_framleidsluthing_2020-34

Si_framleidsluthing_2020-36

Si_framleidsluthing_2020-28

Si_framleidsluthing_2020-22

Si_framleidsluthing_2020-26

Si_framleidsluthing_2020-24

Si_framleidsluthing_2020-20

Si_framleidsluthing_2020-38


Umfjöllun

Viðskiptablaðið, 11. febrúar 2020.

Fréttablaðið, 12. febrúar 2020.

Vísir, 12. febrúar 2020.

mbl.is, 12. febrúar 2020.

Morgunblaðið, 13. febrúar 2020.

Skessuhorn, 13. febrúar 2020.

Hringbraut, 18. febrúar 2020.


Auglýsingar

Auglysing-final_1580316094078

Fyrirlesarar_1581588183652