Fréttasafn



11. nóv. 2020 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki Starfsumhverfi

Norrænir ráðgjafarverkfræðingar ræða áhrif faraldursins

Félag ráðgjafarverkfræðinga stóð fyrir rafrænum fundi ásamt systursamtökum félagsins á Norðurlöndunum í vikunni. Fundurinn var vel sóttur en ríflega 50 manns mættu frá öllum Norðurlöndunum. Á fundinum  var farið yfir efnahagslega stöðu í hverju landi í tengslum við þær áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir á tímum heimsfaraldurs. Umræður voru um græn orkuskipti og sjálfbærni og hver áhrif kórónuveirufaraldursins væru á þessa þætti. Fulltrúar allra Norðurlandanna voru sammála um mikilvægi þessara þátta til að bregðast við þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir en það virðast sem málefnin fái mismikið vægi hjá ríkisstjórnum þegar kemur að hönnun. 

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, var fundarstjóri. Á fundinum fluttu eftirtaldir erindi: Trond Cornelius Brekke, RIF, Noregur, Henrik Garver, FRI, Danmörk, Ingólfur Bender, FRV, Ísland, Magnus Höij, Innovationsföretagen, Svíþjóð, og Helena Soimakallio, SKOL, Finnland. 

Erindi aðalhagfræðings SI

Hér er hægt að nálgast glærur Ingólfs Bender, aðalhagfræðings SI, frá fundinum. Í erindi sínu fór Ingólfur yfir stöðu hagkerfisins á Íslandi þar sem kom meðal annars fram að vegna faraldursins stæðu Íslendingar frammi fyrir miklum efnahagsvanda. Hann sagði ólíklegt að í nánustu framtíð næði ferðaþjónustan sambærilegri stærð og var fyrir faraldurinn. Neikvæð áhrif gætu orðið langvarandi eða jafnvel komin til að vera. Þá væri skuldastaða að versna hratt hjá ríkinu. Mikilvægt væri því að horfa til nýrra atvinnugreina til að ná fram hagvexti. Ingólfur nefndi viðbrögð Seðlabanka Íslands við faraldrinum sem meðal annars hafa verið að lækka vexti frá 2,75% í 1% og hafi vextir því aldrei verið lægri. Lægri vextir hafi stutt við fjárfestingar og aukna eftirspurn í hagkerfinu. 

Glærur fundarins

Ísland - Ingólfur Bender

Noregur - Trond Cornelius Brekke 

Danmörk - Henrik Garver.

Finnland - Helena Soimakallio.

Svíþjóð - Magnus Höij.


Norraenn-fundur-2020-4-Ingólfur Bender frá Íslandi, Magnús Höij frá Svíþjóð, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI og fundarstjóri, Henrik Garver frá Danmörku, Trond Cornelius Brekke frá Noregi og Helena Soimakallio frá Finnlandi. 

Norraenn-fundur-2020-6-Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, var fundarstjóri og stýrði fundinum frá Húsi atvinnulífsins í Borgartúni ásamt Eyrúnu Arnarsdóttur, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI. 



Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum: