Fréttasafn



26. okt. 2018 Almennar fréttir

Tíu íslenskir sjálfbærir stólar í úrslit

Niðurstöður íslenskrar dómnefndar í norrænni keppni sjálfbærra stóla hefur verið birt. Óskað var eftir tillögum frá öllum Norðurlöndunum en hægt var að senda inn tillögu af nýrri hönnun eða hönnun sem er til. Þeir stólar sem sigra í keppninni verða kynntir í norræna skálanum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Póllandi í desember. 

Markmiðið með samkeppninni er að vekja umræðu um hugtakið „sjálfbærni í framleiðslu stóla“ auk þess að koma af stað samræðu um hagnýtar leiðir til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja. Nú hafa dómnefndir í hverju Norðurlandanna valið 10 stóla í úrslit og verður síðan valinn einn sigurvegari frá hverju landi. 

Í íslensku dómnefndinni eru Elísabet V. Ingvarsdóttir,  Theodóra Alfreðsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Hér er hægt að lesa um þá sem sitja í dómnefndum allra Norðurlandanna. 

Á vef Hönnunarmiðstöðvar er hægt að sjá myndir af stólunum tíu sem komust í úrslit. 

Þeir stólar sem komust í úrslit frá Íslandi eru eftirfarandi:

The Dining chair II

Hönnuðir: Gústav Jóhannsson og Ágústa Magnúsdóttir / AGUASTAV

Fjörður

Hönnuður: Högni Stefán / Arctic Plank

Flóki

Hönnuður: Dóra Hansen / Make by Þorpið

Fuzzy

Hönnuður: Sigurður Már Helgason / Model Húsgögn ehf.

Kollhrif

Hönnuður: Sölvi Kristjánsson / Portland & Málmsteypan Hella

The Lounge Chair

Hönnuðir: Gústav Jóhannsson og Ágústa Magnúsdóttir / AGUASTAV

The Rocky Tree

Hönnuður: Dögg Guðmundsóttir / Dögg Design

Sindrastóll

Hönnuður: Ásgeirs Einarsson / G.Á. húsgögn

The Swing Chair

Hönnuðir: Hjördís & Dennis.

Vík

Hönnuður: Högni Stefán / Arctic Plank

Keppni-um-stola

Í umfjöllun Morgunblaðsins um stólana er hægt að sjá myndir af þeim: 

Morgunbladid-29-10-2018

Morgunblaðið, 29. október 2018.