Fréttasafn



13. ágú. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Ný auglýsing fyrir vefinn Meistarinn.is

Ný auglýsing Samtaka iðnaðarins og þrettán meistarafélaga samtakanna hefur það að markmiði að vekja athygli á vefnum Meistarinn.is þar sem hægt er að leita eftir iðnmeistara á öllu landinu, ýmist eftir landssvæði eða meistarafélagi. Á vefsvæðinu er einnig hægt að nálgast hagnýtar upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistarafélags SI, verksamninga og annað sem tengist því að fá iðnmeistara til verks.  

Rétt er að minna á að nú er hægt að fá 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðar- og frístundarhúsnæði fram til 31. desember á þessu ári. Á vef Skattsins er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

Á vefnum Meistarinn.is er hægt að leita eftir meisturum í eftirtöldum meistarafélögum: Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag blikksmiðjueigenda, Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Meistarafélag Suðurlands, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Málarameistarafélagið, Meistarafélag húsasmiða, Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum, Samtök rafverktaka, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Meistarafélag byggingamanna í Vestmannaeyjum og Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda.

 

Aðrar auglýsingar

Þrjár aðrar auglýsingar hafa verið gerðar til að vekja athygli á vefnum sem sjá má hér fyrir neðan.