Fréttasafn10. sep. 2021 Almennar fréttir

Átta flokkar áforma að skapa stöðugleika

Samtök iðnaðarins spurðu þá níu flokka sem tóku þátt í kosningafundi samtakanna sem fram fór í Hörpu nokkurra spurninga sem snúa að þeim málefnum sem mest áhrif hafa á samkeppnishæfni, þ.e. menntun, innviðir, nýsköpun, starfsumhverfi, orku- og umhverfismál. Átta flokkar svöruðu spurningunum en Sósíalistaflokkurinn svaraði ekki. Flokkarnir sem svöruðu eru Flokkur fólksins, Framsókn, Miðflokkurinn, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, VG og Viðreisn. Svarmöguleikar voru þrír, já, nei og vil ekki svara.

Niðurstöður

 • Allir átta flokkarnir sem svöruðu könnuninni áforma að skapa stöðugleika í starfsumhverfi fyrirtækja. 
 • Vinstri græn áforma ekki að létta álögum af fyrirtækjum eins og kostur er, m.a. með lækkun tryggingagjalds. Samfylking, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur áforma slíkt. Píratar og Flokkur fólksins vilja ekki svara.
 • Allir nema Vinstri græn, sem vilja ekki svara, áforma að auka samkeppniseftirlit með starfsemi opinberra fyrirtækja.
 • Framsóknarflokkur, Viðreisn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur áforma að draga úr samkeppnisrekstri hins opinbera og auka útvistun verkefna. Vinstri græn og Flokkur fólksins áforma ekki slíkt. Píratar og Samfylking vilja ekki svara. 
 • Allir flokkar nema Flokkur fólksins, sem vill ekki svara, áforma að beita af fullum þunga fjármálum ríkisins til að skapa kröftuga viðspyrnu fyrir hagkerfið inn í nýtt hagvaxtarskeið.
 • Sjö flokkar af átta áforma að breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í eitt innviðaráðuneyti. Vinstri græn vilja ekki svara þeirri spurningu. 
 • Allir flokkar áforma á næsta kjörtímabili að auka fjárfestingar í efnislegum innviðum landsins þannig að staða þeirra verði góð.
 • Allir flokkar nema Flokkur fólksins, sem vildi ekki svara, áforma að nýta samvinnuleið hins opinbera og einkaaðila við uppbyggingu innviða. 
 • Viðreisn er ekki með áform á næsta kjörtímabili að framlengja átakið „Allir vinna“. Aðrir flokkar áforma það.
 • Allir flokkar nema Miðflokkurinn, sem vildi ekki svara, áforma að gera breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, hækkun þaks og endurgreiðsluhlutfalls vegna rannsókna og þróunar, ótímabundnar. 
 • Sex flokkar áforma að hækka skattafrádrátt vegna fjárfestinga einstaklinga í sprotafyrirtækjum úr 75% í 100% til að virkja einkafjármagn í fjárfestingar í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Vinstri græn áforma að gera það ekki og Miðflokkurinn vill ekki svara.
 • Sjö flokkar áforma að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til Íslands. Vinstri græn vilja ekki svara um slík áform.
 • Allir flokkar áforma að markaðssetja Ísland sem nýsköpunarland og liðka fyrir erlendri fjárfestingu. 
 • Allir flokkar áforma á næsta kjörtímabili að vinna að markvissri endurskoðun á gildandi regluverki með það að markmiði að einfalda regluverk og draga úr óþarfa reglubyrði.
 • Vinstri græn áforma ekki að breyta tilgangi og markmiðum Loftslagssjóðs þannig að sjóðurinn fjármagni umbreytingu í atvinnulífi sem dregur úr losun. Píratar, Samfylking, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn áforma slíkt. Flokkur fólksins vill ekki svara. 
 • Samfylking, Viðreisn og Vinstri græn áforma ekki að tryggja að tekjur vegna sölu á losunarheimildum renni óskipar til atvinnulífs í gegnum Loftslagssjóð. Aðrir flokkar svara ekki.
 • Allir flokkar áforma að skapa fjárhagslega hvata til að stuðla að umhverfisvænum breytingum hjá fyrirtækjum.
 • Allir flokkar áforma á næsta kjörtímabili að setja aukna fjármuni í starfs-, iðn- og verknám svo hægt sé að mennta fagfólk í samræmi við þarfir atvinnulífsins.
 • Sjö flokkar áforma að innleiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nemendur í STEM greinum (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði). Vinstri græn vilja ekki svara hvort þau áformi slíkt. 
 • Sjö flokkar áforma að móta atvinnustefnu fyrir Ísland á næsta kjörtímabili. Flokkur fólksins svarar ekki.
 • Allir flokkar áforma að setja vöxt hugverkaiðnaðar í forgang.
 • Allir flokkar, nema Vinstri græn sem vilja ekki svara, áforma að stuðla að áframhaldandi sókn græns orkusækins iðnaðar hér á landi. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig flokkarnir svöruðu spurningunum. Svarmöguleikar voru þrír: er grænt. Nei er rautt. Vil ekki svara er gult.

Starfsumhverfi

Svor-Starfsumhverfi

 1. Beita af fullum þunga fjármálum ríkisins til þess að skapa kröftuga viðspyrnu fyrir hagkerfið inn í nýtt hagvaxtarskeið?
 2. Skapa stöðugleika í starfsumhverfi fyrirtækja?
 3. Létta álögum af fyrirtækjum eins og kostur er, m.a. með lækkun tryggingagjalds?
 4. Auka samkeppniseftirlit með starfsemi opinberra fyrirtækja?
 5. Draga úr samkeppnisrekstri hins opinbera og auka útvistun verkefna?
 6. Vinna að markvissri endurskoðun á gildandi regluverki með það að markmiði að einfalda regluverk og draga úr óþarfa reglubyrði?
 7. Að meta áhrif á atvinnulífið og á samkeppnishæfni Íslands við setningu nýrra reglna?

Innviðir

Svor-Innvidir

 1. Breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í eitt innviðaráðuneyti með því að sameina samgöngu-, skipulags-, húsnæðis- og byggingamál?
 2. Auka fjárfestingar í efnislegum innviðum landsins þannig að staða þeirra verði góð?
 3. Nýta samvinnuleið hins opinbera og einkaaðila við uppbyggingu innviða og flýta þannig þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu?
 4. Framlengja átakið „Allir vinna“?
 5. Koma í framkvæmd tillögum átakshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis sem lagðar voru fram 2019 sem og að innleiða umbætur sem OECD lagði til?
 6. Endurskoða lagaumhverfi skipulagsmála til skilvirkari uppbyggingar íbúðarhúsnæðis?  

Nýsköpun

Svor-Nyskopun

 1. Gera breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, hækkun þaks og endurgreiðsluhlutfalls vegna rannsókna og þróunar, ótímabundnar?
 2. Hækka skattafrádrátt vegna fjárfestinga einstaklinga í sprotafyrirtækjum úr 75% í 100% til að virkja einkafjármagn í fjárfestingar í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun?
 3. Taka mið af mælanlegum markmiðum um úthlutunarhlutfall þannig að framlög Tækniþróunarsjóðs taki mið af eftirspurn?
 4. Liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til Íslands með rýmkun á heimild til skattafrádráttar, einföldun ferla, leyfisveitinga og stafrænni nálgun?
 5. Markaðssetja Ísland sem nýsköpunarland og liðka fyrir erlendri fjárfestingu rétt eins og stjórnvöld hafa ákveðið að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað?  

Orka og umhverfi

Svor-Orka-og-umhverfi

 1. Breyta tilgangi og markmiðum Loftslagssjóðs þannig að sjóðurinn fjármagni umbreytingu í atvinnulífi sem dregur úr losun?
 2. Tryggja að tekjur vegna sölu á losunarheimildum renni óskiptar til atvinnulífs í gegnum Loftslagssjóð?
 3. Skapa fjárhagslega hvata, s.s. styrki, ívilnanir eða annan stuðning, til að stuðla að umhverfisvænum breytingum hjá fyrirtækjum?
 4. Draga úr flækjustigi í stjórnsýslu vegna uppbyggingar í raforkukerfinu hvað varðar leyfisveitingar og umhverfismat?
 5. Ryðja úr vegi lagalegum hindrunum þannig að fyrirtækjum verði gert kleift að framleiða raforku úr auðlindastraumum í starfsemi sinni og selja inn á almennan markað?
 6. Á að mæta atvinnuuppbyggingu, grænni nýsköpun og orkuskiptum með aukinni orkuöflun?
 7. Stuðla að innviðauppbyggingu, s.s. brennslustöðvar, til að takast á við áskoranir vegna þess úrgangs sem ekki unnt er að endurvinna og/eða -nýta?  

Menntun

Svor-Menntun

 1. Setja aukna fjármuni í starfs-, iðn- og verknám svo hægt sé að mennta fagfólk í samræmi við þarfir atvinnulífsins?
 2. Innleiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nemendur í STEM greinum (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði)?
 3. Auka áherslu á forritun og raun- og tæknigreinar frá yngstu stigum grunnskóla?

Annað

Svor-Annad

 1. Móta atvinnustefnu fyrir Ísland?
 2. Setja vöxt hugverkaiðnaðar, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða stoðin í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, í forgang?
 3. Stuðla að áframhaldandi sókn græns orkusækins iðnaðar hér á landi?