Fréttasafn



17. júl. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Bakarar agnúast ekki út í aukinn innflutning á brauði og kökum

Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara (LABAK), segir í frétt Morgunblaðsins um stóraukinn innflutning á brauði og kökum að viðskiptavinir sem versla við bakarí innan LABAK geti verið 99% vissir um að í þeim bakaríum sé varan bökuð frá grunni. Hann kveðst vita til þess að örfá bakarí selji kleinuhringi, croissant og einhver vínarbrauð, sem hafi verið flutt inn frosin eða hálfbökuð, en það sé mjög lítið um þetta hjá bökurum sem reki eigin bakarí.

Í fréttinni kemur fram að fyrir nokkrum árum hafi innflutningur verið um 6 tonn á dag en samkvæmt innflutningstölum Hagstofu Íslands fyrir fyrstu fimm mánuði þessa árs sé daglegur innflutningur núna 10,5 tonn. Aðalskýring þessara miklu aukningar sé sívaxandi fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi. Þá segir jafnframt að árið 2015 hafi verið flutt inn liðlega 7 tonn af kökum og brauði á dag og í fyrra hafi innflutningurinn verið 8 tonn á dag eða tæplega 3.000 tonn yfir allt árið. Því megi búast við að heildarinnflutningur þessa árs á kökum, konditorstykkjum, brauði og brauðdeigi verði að líkindum nálægt 4.000 tonn.

Jóhannes segir að aukinn innflutningur hafi ekki áhrif á atvinnutækifæri bakara þar sem vanti fólk í vinnu. „Okkur vantar fleiri nema og við þurfum að útskrifa fleiri bakara. Við getum alls ekki verið að agnúast út í innflutninginn, vegna þess að því miður getum við ekki framleitt meira en við gerum.“

Morgunblaðið, 14. júlí 2017. 

Bakarar á Íslandi eiga að geta annað eftirspurn

Á mbl.is 18. júlí er rætt við Árna Aðal­bjarn­ar­son, bak­ara­meist­ari og einn eig­enda Gamla baka­rís­ins á Ísaf­irði, sem seg­ir að það sé auðvitað alltaf val viðskipta­vin­ar­ins hvort hann kaup­ir inn­flutt brauð og kök­ur eða þann bakst­ur sem frá grunni er bakaður í ís­lensk­um hand­verks­bakarí­um. Einnig er rætt við Alm­ar Þór Þor­geirs­son, bak­ara­meist­ari og eig­andi Alm­ars bak­ara í Hvera­gerði, sem seg­ir að hót­el og veit­ingastaðir leiti ekki mikið til baka­rí­anna úti á landi eft­ir viðskipt­um.  „Við bak­ar­ar á Íslandi eig­um al­veg að geta annað eft­ir­spurn­inni. Ef við fáum meiri viðskipti náum við að lækka verðið. Ef ég fram­leiði 200 snúða í stað 20 hlýt ég að geta lækkað verðið,“ sagði Alm­ar Þór á mbl.is.

Nánar á mbl.is.