Fréttasafn



24. nóv. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar

Í leiðara Morgunblaðsins er vitnað til umsagnar Samtaka iðnaðarins um tillögur að breytingum á aðalskipulagi borgarinnar þar sem kemur meðal annars fram að samtökin bendi á „að þéttingarstefna borgarinnar í óbreyttri mynd mun að hluta til leiða til þess að þær íbúðir sem skila sér á markaðinn verði dýrari en ella. Þörfin er hins vegar mest á hagkvæmari íbúðum á lægra verði.“ Þá kemur fram að Samtök iðnaðarins vitni til nýlegrar könnunar meðal félagsmanna á mannvirkjasviði sem sýni að erfitt geti reynst að byggja hagkvæmt húsnæði á þéttingarreitum, þetta eigi þó ekki við alls staðar, til að mynda á óbyggðum reitum í nálægð við þegar lagða vegi. „Að sama skapi telja samtökin að skortur á lóðaframboði sé flöskuháls þegar kemur að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis. Ef borgin vill ná fram hagkvæmari uppbyggingu á þéttingarreitum þarf heilt yfir að eiga sér stað endurskoðun á núverandi umhverfi byggingarmála innan borgarinnar, m.a. með auknu samtali við atvinnulífið, og byggingaraðilum þurfa að standa til boða lóðir þar sem raunhæft er að byggja hagkvæmt húsnæði.“ 

Morgunblaðið, 24. nóvember 2020.

Morgunbladid-leidari-24-11-2020