Bylting í atvinnulífstölfræði
Það hefur orðið bylting í fyrirtækja- og atvinnulífstölfræði eftir að Hagstofa Íslands hóf að setja fram tölfræðiupplýsingar með nýjum hætti. Vinna við þetta hefur staðið yfir í nokkur ár og hafa Samtök iðnaðarins stutt við bakið á Hagstofunni við þetta verkefni og þrýst á að þessu verkefni væri ýtt úr vör enda mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið.
Nú verður í fyrsta skipti hægt að sjá nákvæmt rekstrar- og efnahagsyfirlit einstakra atvinnugreinahópa allt aftur til ársins 2002. Byggt er á upplýsingum úr skattframtölum fyrirtækja og eru gögnin því afar áreiðanleg.
Gögn um tækni- og hugverkaiðnaðinn hafa nú verið sett fram með nýstárlegum hætti á vef Hagstofunnar en þar hefur verið tekinn saman hópur fyrirtækja sem teljast til tækni- og hugverkaiðnaðar. Allar tölur eru á föstu verðlagi þannig að gögnin eru samanburðarhæf. Hægt er að fá sambærileg gögn fyrir nánast allar atvinnugreinar. Gögnin eru sett fram í formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga og því ætti það að vera nokkuð kunnuglegt. Í dæmi tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram að rekstrartekjur hafa aukist um 74% á árabilinu 2002 og 2014 og fjöldi starfsmanna hefur aukist um 59% á sama tíma.
Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast gögnin.
Tækni- og hugverkaiðnaður | |||
2002 | 2008 | 2014 | |
Fjöldi fyrirtækja | 1522 | 2150 | 2425 |
Fjöldi launþega | NA | 11110 | 11612 |
Rekstrartekjur | 148156 | 219865 | 258565 |
Vöru og hráefniskaup | -38755 | -82232 | -93771 |
Launakostnaður | -60549 | -74480 | -83179 |
Annar rekstrarkostnaður | -40263 | -50319 | -58179 |
Fyrningar | -19056 | -9845 | -14242 |
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) | -10463 | 2990 | 9194 |
Fjármagnsliðir | -2165 | -69498 | -5934 |
Óreglulegir liðir | -1307 | -16083 | -1827 |
Hlutdeild í afkomu dótturfélaga | NA | -18870 | 7377 |
Hagnaður fyrir skatt | -13936 | -101462 | 8811 |
Tekjuskattur | -1448 | 2376 | -2429 |
Hagnaður skv. ársreikningi | -15384 | -99086 | 6381 |
Varanlegir rekstrarfjármunir | 78406 | 94267 | 101876 |
Óefnislegar eignir | 9110 | 117917 | 71743 |
Eignarhlutir í öðrum félögum | 10970 | 134930 | 151414 |
Birgðir | 10453 | 13381 | 15345 |
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 47160 | 297340 | 107901 |
Handbært fé og verðbréf | 27299 | 38789 | 29179 |
Aðrar eignir | 678 | 1681 | 3725 |
Langtímaskuldir | 61172 | 408058 | 174007 |
Skammtímaskuldir | 51720 | 118685 | 63956 |
Eigið fé | 71184 | 171562 | 243220 |