Fréttasafn



26. sep. 2016 Almennar fréttir

Bylting í atvinnulífstölfræði

Það hefur orðið bylting í fyrirtækja- og atvinnulífstölfræði eftir að Hagstofa Íslands hóf að setja fram tölfræðiupplýsingar með nýjum hætti. Vinna við þetta hefur staðið yfir í nokkur ár og hafa Samtök iðnaðarins stutt við bakið á Hagstofunni við þetta verkefni og þrýst á að þessu verkefni væri ýtt úr vör enda mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið.

Nú verður í fyrsta skipti hægt að sjá nákvæmt rekstrar- og efnahagsyfirlit einstakra atvinnugreinahópa allt aftur til ársins 2002. Byggt er á upplýsingum úr skattframtölum fyrirtækja og eru gögnin því afar áreiðanleg.

Gögn um tækni- og hugverkaiðnaðinn hafa nú verið sett fram með nýstárlegum hætti á vef Hagstofunnar en þar hefur verið tekinn saman hópur fyrirtækja sem teljast til tækni- og hugverkaiðnaðar. Allar tölur eru á föstu verðlagi þannig að gögnin eru samanburðarhæf. Hægt er að fá sambærileg gögn fyrir nánast allar atvinnugreinar. Gögnin eru sett fram í formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga og því ætti það að vera nokkuð kunnuglegt. Í dæmi tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram að rekstrartekjur hafa aukist um 74% á árabilinu 2002 og 2014 og fjöldi starfsmanna hefur aukist um 59% á sama tíma. 

Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast gögnin.

Tækni- og hugverkaiðnaður      
       
  2002 2008 2014
Fjöldi fyrirtækja 1522 2150 2425
Fjöldi launþega NA 11110 11612
 Rekstrartekjur 148156 219865 258565
 Vöru og hráefniskaup -38755 -82232 -93771
Launakostnaður -60549 -74480 -83179
Annar rekstrarkostnaður -40263 -50319 -58179
Fyrningar -19056 -9845 -14242
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) -10463 2990 9194
Fjármagnsliðir -2165 -69498 -5934
Óreglulegir liðir -1307 -16083 -1827
Hlutdeild í afkomu dótturfélaga NA -18870 7377
Hagnaður fyrir skatt -13936 -101462 8811
Tekjuskattur -1448 2376 -2429
Hagnaður skv. ársreikningi -15384 -99086 6381
Varanlegir rekstrarfjármunir 78406 94267 101876
Óefnislegar eignir 9110 117917 71743
Eignarhlutir í öðrum félögum 10970 134930 151414
Birgðir 10453 13381 15345
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 47160 297340 107901
Handbært fé og verðbréf 27299 38789 29179
Aðrar eignir 678 1681 3725
Langtímaskuldir 61172 408058 174007
Skammtímaskuldir 51720 118685 63956
Eigið fé 71184 171562 243220