Framboð til stjórnar SI
Í samræmi við lög Samtaka iðnaðarins fara fram rafrænar kosningar í tengslum við Iðnþing. Í ár verður kosið um formann og fjögur almenn stjórnarsæti. Hver félagsaðili hefur atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2018 og hverjum heilum 1.000 krónum í greiddum félagsgjöldum fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með því að greiða vangoldin félagsgjöld ársins 2018. Eigi síðar en hálfum mánuði fyrir Iðnþing sem haldið verður 7. mars verða sendir út atkvæðaseðlar með tölvupósti ásamt leiðbeiningum um tilhögun kosninganna. Sé þess sérstaklega óskað er unnt að senda félagsmanni upplýsingar um kosningu bréflega.
Framboðsfrestur til stjórnar SI og fulltrúaráðs SA rann út 7. febrúar. Bárust alls níu framboð til stjórnar SI en einn frambjóðenda, Eggert Árni Gíslason hjá Síld og fisk, dró framboð sitt til baka. Hér fyrir neðan er kynning á frambjóðendum.
Í kjöri til formanns SI:
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss:
Í kjöri til stjórnar SI:
Agnes Ósk Guðjónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson
Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV:
Ég starfaði ungur að árum í áliðnaðinum og að því loknu í 16 ár við verkfræðiráðgjöf. Síðastliðin 13 ár hef ég starfað í verktakaiðnaðinum og tel að þessi bakgrunnur minn og reynsla nýtist vel innan SI og býð mig því fram til áframhaldandi veru í stjórn samtakanna eftir tveggja ára starf þar.
Ein stærsta áskorun iðnfyrirtækja er skortur á vinnuafli, bæði á iðnaðar- og tæknimönnum. Ég hef lagt lóð á vogarskálarnar í tæknigeiranum þar sem ég hef stundað kennslu í HÍ, HR og Endurmenntun HÍ og reynt þannig að bæta þekkingu fólks, miðla reynslu og auka áhuga fólks fyrir tæknimenntun. Auka þarf áhuga á iðngreinum og þar hefur töluvert verið gert á undanförnum tveimur árum sem farið er að skila sér í fleiri nemum í iðngreinum og þar hef ég lagt málefninu lið í gegnum stjórnarsetu mína í SI.
Ég hef líka áhuga á að stuðla að því að iðnaður á Íslandi verði ekki undirlagður þessum miklu sveiflum eins og verið hefur verið undanfarin misseri a.m.k í sumum geirum hans. Mikil sóun og óhagræði fylgir þessum miklu sveiflum en draga þarf úr þeim í báðar áttir og þar spilar m.a. hið opinbera stóra rullu til sveiflujöfnunnar bæði í gengum fjármálastjórnina og fjárfestingar.
Að lokum vil ég halda áfram að stuðla að heilbrigðari og betri verktakamarkaði með því að vinna að bættum leikreglum, betri laga- og reglugerðarumgjörð, betri undirbúningi verkefna sem og að bæta framleiðni og ímynd verktakageirans. Í þessu sambandi má nefna á sl. 2 árum verkefni eins og keðjuábyrgð, kennitöluflakk, breytingar á mannvirkjalögum og byggingarreglugerð, endurreisn Mannvirkjaráðs, samgöngumál og uppbygging innviða almennt, átakshóp um húsnæðismál og Íslenski byggingavettvangurinn sem ég hef lagt lið innan stjórnar SI og á opinberum vettvangi á fundum, ráðstefnum og í fjölmiðlum. Auk þess hef ég verið virkur innan stjórnar í öðrum málum sem tilheyra stjórnarborði SI og tilheyra rekstri samtakanna bæði inn á við sem og út á við.
Ég hef MSc í verkfræði og hef gegnt forystuhlutverki bæði á verkfræðistofu og í verktakafyrirtæki. Ég hef einnig stýrt stórum verklegum framkvæmdum og hef A-vottun alþjóða verkefnastjórnunarfélagsins IPMA.