Græn framtíð í nýrri margmiðlunarsýningu
Sýningin Græn framtíð rammar vel inn hlutverk Grænvangs sem er að segja frá þeim árangri sem við höfum náð með orkuskiptum á Íslandi, þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og þeim lausnum sem við höfum fram að færa til að hjálpa öðrum að ná sínum markmiðum. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi Sigurðar Hannessonar, formanns Grænvangs og framkvæmdastjóra SI, í Grósku þegar opnaður var fyrsti áfangi nýrrar margmiðlunarsýningar sem nefnist Græn framtíð að viðstöddum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, og utanríkisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, auk gesta.
Sigurður sagði að með þessu væri einnig lyft undir tækifæri til aukins útflutnings með því að efla hugverkaiðnað og orkusækinn iðnað en þar séu sóknarfæri til meiri verðmætasköpunar sem leiði til aukinna lífsgæða landsmanna. Þá sagði hann það vera ánægjulegt að stjórnvöld og atvinnulíf hafi undirritað samstarfssamning um Grænvang til næstu fimm ára eða til ársins 2026. Hann tilkynnti að fimm ný fyrirtæki hefðu bæst í hóp öflugra fyrirtækja og samtaka sem standa að Grænvangi en það eru Brim, Icelandair Group, Íslandsbanki, KPMG og Kvika. „Þetta sýnir áhuga atvinnulífsins á loftslagsmálunum og vilja til þess að gera meira í þeim málum.“
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, flutti einnig ávarp og opnaði formlega margmiðlunarsýninguna. Haft er eftir Katrínu í tilkynningu að við Íslendingar eigum að vera í forystu í loftslagsmálum, ganga á undan með góðu fordæmi og ráðast í enn metnaðarfyllri aðgerðir til þess að ná nauðsynlegum markmiðum um samdrátt í losun og kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. „Til þess höfum við alla burði. Við höfum náð góðum árangri í nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum með íslensku hugviti. Við þurfum áfram að byggja á því og efla nýsköpun til að tryggja árangur á öllum sviðum samfélagsins.“
Hlín Helga Guðlaugsdóttir hjá Gagarín greindi frá því hvernig sýningin virkar en Gagarín sá um hönnun og gerð sýningaratriða. Sýningunni er ætlað með gagnvirkum hætti að varpa ljósi á árangur og sögu Íslands við hagnýtingu grænna orkugjafa, segja frá framtíðarmarkmiðum Íslands í loftslagsmálum og draga fram lausnir sem íslenskir frumkvöðlar hafa fram að færa á erlendum mörkuðum. Við mótun sýningarinnar naut Grænvangur meðal annars liðsinnis Stefáns Pálssonar, sagnfræðings, og Sævars Helga Bragasonar, jarðfræðings.
Bakhjarlar Grænvangs eru eftirtaldir: forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök fjármálafyrirtækja, Samorka, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa, Orkuklasinn, Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkusalan, Orkuveita Reykjavíkur, Orka náttúrunnar, Veitur, HS Orka, Elkem Ísland, Rio Tinto á Íslandi, Norðurál, Alcoa Fjarðaál, Efla, Verkís, Mannvit, Arion banki, Kvika, Brim, Icelandair Group, Íslandsbanki, KPMG, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Skógræktin, Landgræðslan, Rannís, Auðna og Festa.
Sigurður Hannesson, formaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.
Hlín Helga Guðlaugsdóttir hjá Gagarín.
Forsætisráðherra opnaði formlega margmiðlunarsýninguna.
Úlfur Hansson, tónskáld og hljóðlistamaður, lék á segulhörpu.
Sigurður Hannesson, formaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.
Lára Björg Björnsdóttir hjá forsætisráðuneytinu, Guðmundur Kristjánsson hjá Brimi, Ármann Þorvaldsson hjá Kviku, Martin Eyjólfsson hjá utanríkisráðuneytinu og Eggert Benedikt Guðmundsson hjá Grænvangi.
Ragnheiður I.
Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Bjarni Már Gylfason hjá Ísal Rio Tinto, Margrét Kristín Sigurðardóttir hjá SI og Hörður Vilberg hjá Íslandsstofu.
Anna Þórdís Rafnsdóttir og Ármann Þorvaldsson, bæði hjá Kviku.
Örn Guðmundsson hjá Mannviti og Ríkarður Ríkarðsson hjá Landsvirkjun.
Benedikt Árnason hjá atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytinu og Guðmundur Þorbjörnsson hjá Eflu.
Ingveldur Ásta Björnsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Hörður Vilberg, öll hjá Íslandsstofu.
Egill Viðarsson hjá Verkís og Reynir Sævarsson hjá Eflu.
Hópurinn sem kom að gerð margmiðlunarsýningarinnar.
Eggert Benedikt Guðmundsson hjá Grænvangi, Benedikt Árnason hjá atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytinu, Hörður Vilberg hjá Íslandsstofu, Anna Þórdís Rafnsdóttir hjá Kviku, Árni Sigurjónsson hjá Marel, Sigurður Hannesson hjá SI, Guðmundur Þorbjörnsson hjá Eflu, Guðmundur Kristjánsson hjá Brimi, Ríkarður Ríkarðsson hjá Landsvirkjun og Bjarni Herrera hjá KPMG.