Fréttasafn28. nóv. 2016 Almennar fréttir

Hlutfall útgjalda til rannsókna og þróunar hækka á Íslandi

Útgjöld til rannsókna og þróunar á Íslandi hækkar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 1,76% í 2,19% á árabilinu 2013 til 2015. Á sama tíma hafa útgjöld til rannsókna og þróunar staðið í stað í Evrópusambandinu sem 2,03-2,04% af vergri landsframleiðslu. Í samanburði við önnur lönd kemur í ljós að rannsóknar- og þróunarútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru nú sambærileg á Íslandi og í Frakklandi og Slóveníu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birtir lista 30 landa auk Evrópusambandsins. Þar má sjá að árið 2015 er Svíþjóð með hæsta hlutfallið eða 3,26%, Austurríki með 3,07% og Danmörk 3,03%. Útgjöld til rannsókna og þróunar í Finnlandi lækka úr 3,29% í 2,90% á tímabilinu. 

Um er að ræða útgjöld til rannsókna og þróunar í fyrirtækjum, opinberum stofnunum, háskólastofnunum og sjálfseignastofnunum. Nánar á vef Hagstofunnar.