Fréttasafn



6. apr. 2022 Almennar fréttir Félag vinnuvélaeigenda Mannvirki Menntun

Mennta- og barnamálaráðherra vígði nýjan vinnuvélahermi

Tækniskólinn hefur farið þá nýstárlegu og umhverfisvænu leið að fjárfesta í tveimur vinnuvélahermum af fullkomnustu gerð auk sýndarveruleikagleraugna þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast öllum þeim jarðvinnuvélum sem atvinnulífið býður upp á. Með því að mæta verklegri kennslu með þessu móti gefst nemendum tækifæri á að undirbúa sig undir atvinnulífið í öruggu umhverfi og geta nemendur frá fyrsta skóladegi hafið verklegt nám burtséð frá aldri og þekkingu á sviði vinnuvéla. 

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti Tækniskólann á dögunum ásamt fylgdarliði úr ráðuneytinu í þeim tilgangi að kynna sér nánar starf og húskynni Tækniskólans. Ásmundur Einar endaði heimsókn sína á því að vígja fyrsta vinnuvélahermi skólans sem afhentur var skólanum í síðustu viku. Ráðherra leysti fyrst verkefni með skurðgröfu og ók þar á eftir búkollu og þótti ráðherra hafa leyst verkefnin bæði með stakri prýði. Viðstaddir vígsluna voru auk mennta- og barnamálaráðherra, starfsfólk ráðuneytisins, stjórnendur og fulltrúar Tækniskólans, formaður og varaformaður stjórnar Félags vinnuvélaeigenda og stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og viðskiptastjóri Samtaka iðnaðarins.

Námi í jarðvirkjun var komið á fót við Tækniskólann í kjölfar vinnu starfshóps fulltrúa skólans og Félags vinnuvélaeigenda. Jarðvirkjun er nýtt starfsheiti yfir þá sem vinna hjá jarðverktökum við m.a. landmótun, mokstur, efnisflutning, jarðlagnavinnu, undirbúning vega, yfirborðsfrágang og sambærileg verk. Náminu er ætlað að veita innsýn í verkferla, tækni og atvinnulíf fyrirtækja í þessari starfsgrein og mun það leggja áherslu á fagleg vinnubrögð og öryggismál, gæði og skilvirkni verkefna við fjölbreytt störf í mannvirkjagerð. Námið er bæði bóklegt og verklegt þar sem markmið þess verður að undirbúa nemendur þess eins og best verður á kosið undir störf í jarðvirkjun. Undanfarið hefur verið áskorun að mæta verklegri kennslu í ljósi þess að nemendur geta hafið nám ungir að árum auk þess sem verkleg kennsla krefst almennt mikils landrýmis og er kostnaðarsamt að halda úti landsvæði og fjölbreyttum jarðvinnuvélum með því viðhaldi og uppfærslum sem því fylgir. Fjárfestingin í vinnuvélahermunum er ætlað að leysa það.

Hermir-hopurSigurður Hannesson, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Hildur Ingvarsdóttir, Bjartmar Steinn Guðjónsson, Egill Jónsson, Vilhjálmur Þór Matthíasson, Víglundur Laxdal, Ásdís Kristinsdóttir, Óskar Sigvaldason, Árni Sigurjónsson, Guðmundur Kristjánsson og Páll Erland. 

Hermir-3-horft-yfir

Hermir-4-baksvipur

A-islenskubraut-4

A-honnunarbraut

Fataidn
Framtidarstofa
Gull-og-silfursmidi-2

Radherra-malaradeild