Mikill hugur í gullsmiðum sem fagna 100 ára afmæli
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn laugardag 19. október var bein útsending frá hátíðarkvöldverði Félags íslenskra gullsmiða en félagið fagnaði 100 ára afmæli í Gyllta salnum á Hótel Borg. Í frétt Kristínar Ólafsdóttur er rætt við Örnu Arnardóttur, formann Félags íslenskra gullsmiða, og Sigmar Mariusson, gullsmið.
Þennan dag 19. október árið 1924 var stofnfundur félagsins haldinn að Laugavegi 35. Í tilefni af því var afhjúpaður minnisvarði um félagið á gangstétt fyrir framan Laugaveg 35. Þá var opnuð sýning í Norræna húsinu á gripum smíðuðum úr gulli og silfri. Afmælisdagurinn endaði í hátíðarkvöldverði í Gyllta salnum á Hótel Borg þar sem Arna segir meðal annars að mikill hugur væri í gullsmiðum.
Á vef Vísis er hægt að horfa á frétt Stöðvar 2.
Arna Arnardóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða.
Sigmar Mariusson, gullsmiður.