Fréttasafn



2. jan. 2020 Almennar fréttir

Atvinnustefna sem tekur mið af íslenskum hagsmunum

Það ætti að vera íslenskum stjórn­völdum metn­að­ar­mál að móta sína eigin atvinnustefnu til að efla sam­keppn­is­hæfni Íslands sem tekur mið af íslenskum hags­munum en ekki ein­göngu hags­munum stærstu ríkja og fyr­ir­tækja í Evr­ópu. Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa lagt sitt af mörkum til þess­arar umræðu og gáfu sam­tökin út ítar­lega skýrslu um atvinnu­stefnu haustið 2018. Í stuttu máli gengur slík stefna út á að bæta almenn skil­yrði til rekstrar enda hækka öll skip á flóði. Slík stefna stuðlar að efl­ingu mannauðs, auk­inni nýsköp­un, bættum starfs­skil­yrðum og auk­inni fjár­fest­ingu, meðal ann­ars í innvið­um. Slík stefna ætti að vera rauður þráður í annarri stefnu­mótun hins opin­bera. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í grein sinni Mótum framtíðina saman sem birt er í Kjarnanum. 

Í greininni segir jafnframt að sam­keppn­is­hæfni sé nokk­urs konar heims­meist­ara­mót þjóða í lífs­gæð­um. Þeim mun betri sem sam­keppn­is­hæfnin sé, þeim mun meiri verð­mæti verði til og þar með verði meira til skipt­anna fyrir okkur öll. Sigurður fer í grein sinni yfir lykilþætti sem hafa áhrif. Það þurfi frek­ari fjár­fest­ingar til að byggja undir fram­tíð­ar­vöxt. Næstu ára­tugi þurfi að reisa um tvö þús­und íbúðir á ári að með­al­tali svo lands­menn hafi þak yfir höf­uð­ið og stór­á­tak þurfi við upp­bygg­ingu inn­viða eins og lands­menn hafi verið minntir á und­an­farin miss­eri. Efla þurfi mannauð, ann­ars vegar þurfi fleiri mennt­aða í svoköll­uðum STEM fögum en það eru raun­vís­indi, tækni­grein­ar, verk­fræði og stærð­fræði og hins vegar þurfi mun fleiri starfs- og tækni­mennt­aða á Íslandi.

2020 er ár nýsköp­unar

Þá kemur fram í greininni að árið 2020 verði ár nýsköp­unar hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. Sam­tökin kynntu nýsköp­un­ar­stefnu sína í febr­úar 2019 í aðdrag­anda þess að stjórn­völd mót­uðu sína stefnu um nýsköp­un. Sigurður segir í greininni að nýsköpun snúist um ný tæki­færi, um þróun og um lausnir á sam­fé­lags­lega mik­il­vægum verk­efn­um. Þannig geti nýsköpun átt sér stað í rót­grónum fyr­ir­tækjum jafnt og í nýjum sprot­um. Nýsköpun byggi að miklu leyti á hug­viti en einnig þurfi hand­verk til að láta hug­myndir verða að veru­leika. Hug­vitið sé óþrjót­andi upp­spretta sem þurfi að virkja en það sé án landamæra og þess vegna reyni ríki heims að auka nýsköpun með stefnu­mörk­un. Í því ljósi sé sér­stak­lega jákvætt að íslensk stjórn­völd hafi mótað metn­að­ar­fulla stefnu sem fylgt verði eft­ir. Með ári nýsköp­unar vilji Sam­tök iðn­að­ar­ins leggja sitt af mörkum til að efla nýsköpun og ný tæki­færi á Íslandi.

Hér er hægt að lesa grein Sigurðar í heild sinni.