Fréttasafn



  • 08-2395_si_stoll_5x39

12. feb. 2010

Löglegt en siðlaust

Forsvarsmenn nokkura fyrirtækja sem smíða innréttingar hafa haft samband við SI vegna útboðsgagna Ríkiskaupa á ensku. Um er að ræða útboðsgögn vegna kaupa á nýjum innréttingum á rannsóknarstofu í Háskóla Íslands. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en í 90% tilfella eru gögnin sem fylgja slíkum auglýsingum á íslensku þó auglýsingin sjálf sé á ensku. Sigurður B. Halldórsson lögfræðingur SI segir að menn hljóti að spyrja sig hvað vaki fyrir Ríkiskaupum með því að biðla frekar til erlendra fyrirtækja en íslenskra, sérstaklega þegar hafðar eru í huga þær aðstæður sem eru hér heima fyrir.

Neðangreind frétt um málið birtist í Morgunblaðinu í dag. 

Óánægja út af ensku í útboði

Langoftast á íslensku 

KURR er meðal ýmissa forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja sem smíða innréttingar vegna þess að Ríkiskaup ákváðu að útboðsgögn vegna kaupa á nýjum innréttingum á rannsóknarstofu í Háskóla Íslands skyldu vera á ensku en ekki íslensku. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en í um 90% tilfella eru útboðsgögn sem fylgja slíkum auglýsingum á íslensku þótt auglýsingarnar séu á ensku.

Hjá Samtökum iðnaðarins fengust þær upplýsingar að forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja hefðu haft samband vegna þessa og að útskýringa yrði leitað hjá Ríkiskaupum.

Um er að ræða útboð á innréttingum í rannsóknarstofu verkfræði- og náttúruvísindadeildar HÍ.

Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði að í þessu tilfelli hefði verið ákveðið að útboðsgögnin yrðu á ensku þar sem búist var við fleiri tilboðum að utan. Þetta væru mjög sérhæfðar innréttingar. „Um 90% af okkar gögnum eða meira er á íslensku,“ sagði hann. Verkið væri útboðsskylt á EES og Ríkiskaup fögnuðu góðum tilboðum, sama hvaðan þau kæmu. „Við erum okkur mjög meðvitandi um stöðu íslensks iðnaðar í dag og höfum ekki unnið gegn þeim hagsmunum. En menn verða einnig að hafa í huga hagsmuni kaupandans, ef svo ber undir.“

Morgunblaðið 12. febrúar 2010