Ýmsar breytingar á sköttum og gjöldum
Staðgreiðsla skatta verður í þrem þrepum:
o Af fyrstu 230.000 kr. 37,34%
o Af næstu 474.367 kr. 40,24%
o Af fjárhæð umfram 704.367 kr. 46,24%
· Persónuafsláttur verður 46.532 á mánuði.
· Frádráttur iðgjalda í lífeyrissjóð
o Í sameignarsjóð eru áfram 4% af launum frádráttarbær frá skattstofni launþega
o Í séreignarsjóð eru 2% af launum frádráttarbær frá skattstofni launþega. Hafi launþegi nýtt sé eldri heimild, allt að 4%, ber launagreiðanda að lækka hlutfallið í 2% nema launþegi óski sérstaklega eftir því að hlutfall iðgjalds verði hærra.
· Tryggingagjald verður 7,79%.
· Auðlegðarskattur verður nú í tveimur þrepum:
o Eignir einstaklinga umfram 75 m.kr. til og með 150 m.kr. 1,5%
o Eignir einstaklinga umfram 150 m.kr. 2,0%
o Eignir hjóna umfram 100 m.kr. til og með 200 m.kr. 1,5%
o Eignir hjóna umfram 200 m.kr. 2,0%
· Kolefnisgjald á fljótandi eldsneyti hækkar um rúm 30% auk þess sem gjaldið nær nú einnig til steinolíu.
· Vörugjöld á bensín og dísilolíu hækka um 2,5%.
· Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum hækkar um 5,1%.
· Bifreiðagjöld hækka um 5,1%.
· Áfengis- og tóbaksgjöld hækka um 5,1%.
· Útvarpsgjald hækkar um 5,1% í 18.800.