Vantar íbúðir fyrir næstu árganga
SI hafa lengi bent á að nauðsynlegt sé að setja nýframkvæmdir í gang og er íbúðamarkaðurinn þar með talinn. Ef ekkert verði að gert komi til vöntun á íbúðum, jafnvel fyrr en áður var talið.
Miðað við fjölda íbúða og byggingarstig telja samtökin ótvírætt að þörf sé á íbúðum fyrir „fyrstu íbúða kaupendur“. Þ.e. smærri og ódýrari eignir, án bílakjallara svo dæmi sé tekið. Líta verður til þess að sala á húsnæði hefur verið dræm frá hruni og margir sem hafa haldið að sér höndum eru nú tilbúnir að kaupa, einnig eru stórir árgangar að koma nýir inn á markaðinn. Talið er að árlega þurfi um 1500 nýjar íbúðir inn á markaðinn og eru íbúðir í byggingu því innan við áætlaða ársþörf. Þá þarf að hafa í huga að byggingartími íbúðar í fjölbýli er 18-24 mánuðir þannig að ljóst er að íbúðir í byggingu eru langt frá því að fullnægja þörf markaðarins.
SI hafa lengi varað við því að verði ekkert að gert geti skapast ný þensla sem engum er til góðs til lengri tíma litið.
Fokhelt og lengra komið (byggingarstig 4-7 samkvæmt ÍST. 51)
Íbúðir í fjölbýli | 545 | Rað- og parhús | 176 | Einbýli | 64 | Samtals | 785 |
Sökklar og að fokheldu (byggingarstig 2 og 3 samkvæmt ÍST. 51)
Íbúðir í fjölbýli | 392 | Rað- og parhús | 40 | Einbýli | 41 | Samtals | 473 |
Heildar fjöldi íbúða á öllum byggingarstigum ( byggingarstig 2-7) á höfuðborgarsvæðinu er: 1.258