Fréttasafn



29. maí 2013

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda haldin í 21. sinn

Afhending verðlauna fóru fram í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sl. sunnudag en keppnin var nú haldin í 21. sinn. Athöfnin fór fram í Sólinni, í Háskólanum í Reykjavík. Átján þátttakendur fengu verðlaun fyrir hugmyndir sínar af þeim 53 þátttakendum sem tóku þátt í úrslitum. Í ár bárust 2906 hugmyndir frá 44 grunnskólum víða um land sem kenna á miðstigi.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verndari keppninnar, afhenti verðlaunin og flutti hátíðarræðu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flutti hvatningarræðu, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda og farandbikar til grunnskóla. Þá kynntu þátttakendur sjálfir hugmyndir sínar fyrir gestum.

Forseti Íslands hvatti við þetta tilefni nýskipaðan mennta- og menningarmálaráðherra til að kanna hvernig megi jafna hlut drengja í innsendum hugmyndum í NKG en ár hvert er hlutfall stúlkna í miklum meirihluta þátttakenda og skoða nánar hvernig Hofsstaðaskóli í Garðabær nær þeirri velgegni í NKG sem raun ber vitni, skoða þyrfti þá aðferðafræði sem þar er notuð við nýsköpunarkennslu svo aðrir geti lært af þeim.

Farandbikar til nýsköpunarskóla ársins í flokki minni og stærri skóla

Farandbikarinn í flokki stærri skóla fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ. Var þetta fimmta árið í röð sem Hofsstaðaskóli hlýtur bikarinn.

Farandbikarinn í flokki minni skóla fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni hlaut Brúarásskóli á Fljótdalshéraði annað árið í röð

Guðrúnarbikarinn

Anna Hulda Ólafsdóttir afhenti bikarinn til minningar um móður sína Guðrúnu Þórsdóttir.

Tristan Snær Björnsson og Reynir Aron Magnússon úr Laugarnesskóla voru með hugmynd sem heitir „Video School“ sem kynnir upphaf grunnskóla fyrir leikskólakrökkum.

Tæknibikar Pauls Jóhannssonar

Tæknibikar Pauls Jóhannssonar var afhentur í fyrsta sinn, Paul Jóhannsson er frumkvöðull NKG og stofnaði keppnina fyrir 21 ári. Hann varði lungan af ævi sinni í eflingu nýsköpunarmenntar á Íslandi. Tæknibikar Pauls Jóhannssonar var veittur til Atla Gauta Ákason, en hugmynd hans „Hangbekkur“ var tæknileg lausn á vandamálum siglingamanna sem vilja æfa jafnvægi á skútu án þess að vera staddur í opnu hafi.

Verðlaunahafar í ár

Í flokki uppfinninga

1.       sæti: Tumanál
Helena Ýr Marinósdóttir og Sylvía Sara Ágústsdóttir úr Hofsstaðaskóla

2.       sæti: Rúllubreiðarinn
Guðbjörg Marín Guðmundsdóttir og Guðrún Helga Darradóttir úr Hólabrekkuskóla

3.       sæti: Sundlaugarljós
Friðþóra Sigurjónsdóttir úr Hofsstaðaskóla

 Í flokki útlits- og formhönnunar

1.       sæti: Sæng í sængurveri
Bjarkey Rúna Jóhannsdóttir úr Hólabrekkuskóla

2.       sæti: Sleipsokkur
Kristmundur Orri Magnússon og Leifur Skarphéðinn Snorri Árnason úr Hofsstaðaskóla

3.       sæti: Vöggukjóll
Ísabella Halldórsdóttir og Kristina Atanasova úr Hofsstaðaskóla

Í flokki landbúnaðar

1.       sæti: Kindaleitari
Sandra María Sævarsdóttir úr Hofsstaðaskóla

2.       sæti: Smjörstifti
Kristrún María Gunnarsdóttir úr Háaleitisskóla

3.       sæti: Bændahjálp
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Margrét María Ágústsdóttir og Elva Dögg Ingvarsdóttir úr Egilsstaðaskóla

Í flokki tölvu- og tölvuleikja

1.       sæti: Víkingar á ferð og flugi
Almar Aðalsteinsson úr Egilsstaðaskóla

2.       sæti: Ofnæmisvarnarkerfi
Máney Guðmundsdóttir úr Hólabrekkuskóla

3.       sæti: GPS tæki bílastæði
Helga María Magnúsdóttir úr Hofsstaðaskóla

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er haldin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. NKG verkefnalausnir sjá um framkvæmd og rekstur NKG. Aðalbakhjarl er Marel. Bakhjarlar eru eftirfarandi: Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landsbankinn og Samtök iðnaðarins.