Fréttasafn11. feb. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Orka og umhverfi

Rafrænn fundur um vistvæna mannvirkjagerð

Rafrænn kynningarfundur um tækifæri, áskoranir og ávinning af vistvænni mannvirkjagerð verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar kl. 9.00-10.15 á Teams. Fundurinn er haldinn á vegum verkefnastjórnar verkefnisins Byggjum grænni framtíð en hana skipa fulltrúar frá Grænni byggð, Samtökum iðnaðarins, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytinu og HMS. Verkefnið á rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Viðfangsefnið felst í að afla upplýsinga um losun mannvirkjagerðar á viðmiðunarári sem er 2018, setja markmið um að minnka þá losun til 2030 og skilgreina aðgerðir svo það takist. Síðar á þessu ári verða niðurstöðurnar gefnar út í sérstökum Vegvísi að vistvænum mannvirkjum 2030. Um 35 sérfræðingar víðsvegar úr byggingariðnaðinum hafa þegar hafið störf í sex hópum á vegum verkefnisins.

Dagskrá

Fundarstjóri er Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins

· Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, HMS, verkefnastjóri Byggjum grænni framtíð, „Byggjum grænni framtíð; Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030“

· Sigríður Ósk Bjarnadóttir, VSÓ/HÍ, hópstjóri í hóp 6, mælingar, „Byggjum grænni framtíð; mælingar og markmið“

· Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, „Byggingarverktakar byggja grænni framtíð: Tækifæri, áskoranir, ávinningur“

· Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, „Sveitarfélög byggja grænni framtíð: Tækifæri, áskoranir, ávinningur“

· Brynjólfur Bjarnason, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, „Fjármálastofnanir byggja grænni framtíð: Tækifæri, áskoranir, ávinningur“

· Spurt og svarað í lok fundar

Frekari upplýsingar um verkefnið verða aðgengilegar á vefsíðunni byggjumgraenniframtid.is, sem verður opnuð formlega á kynningarfundinum.

Teams-hlekkur á fundinn er eftirfarandi: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_Y2NiMjZiMWQtNzEyNS00MTNiLTlkNmItN2ViMGJhZTg5ZWEw%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%22c7256472-2622-417e-8955-a54eeb0a110e%22%2c%22Oid%22%3a%2277abf675-972e-4f33-b250-0f1b5d4ecd16%22%7d

BGF-Mynd120221