Fréttasafn



14. feb. 2024 Almennar fréttir Menntun

Skortur á starfsfólki dragbítur á vöxt hagkerfisins

Á Menntadegi atvinnulífsins sem fór fram í Hörpu í morgun kynntu SA og aðildarsamtök uppfærða greiningu á eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskortur verði ekki hamlandi fyrir vöxt í atvinnu- og efnahagslífi. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, kynnti niðurstöðurnar. Þar kom meðal annars fram að aðeins 43% stjórnenda telji menntakerfið uppfylla færniþörf síns fyrirtækis vel í dag. Sömu sögu er síðan að segja þegar litið er til næstu fimm ára. Menntakerfið skarar ennþá fram úr þegar kemur að því að búa til opinbera starfsmenn og 60% stjórnenda í opinberri stjórnsýslu telja menntakerfið koma til með að mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þá eru stjórnendur í atvinnulífinu allt eins líklegir til að telja að menntakerfið muni ekki mæta þörfum þeirra næstu fimm árin.

Í máli Sigríðar kom fram að lausnirnar væru sannarlega í sjónmáli og að þarfir atvinnulífsins væru skýrar:

Það verður að fjölga iðn-, tækni- og verkmenntuðu vinnuafli. Til að svo megi verða þarf að:

  • Auka við húsnæði iðnskóla og auka rekstrarfé þeirra.
  • Bæta viðhorf í garð fagþekkingar.

Þá þarf einnig að fjölga STEAM menntuðu vinnuafli. Í raun þarf hlutfall brautskráðra á háskólastigi í STEAM greinum að vera komið upp í 30% árið 2030. Við mætum þeirri þörf með því að:

  • Auka áherslu á færni framtíðarinnar í menntakerfinu.
  • Efla og hvetja til nýsköpunar og nýstárlegrar kennslutækni á öllum skólastigum.
  • Auka áherslu á forritun og raun- og tæknigreinar frá yngstu stigum grunnskóla.
  • Liðka fyrir komu sérfræðinga erlendis frá.

Á vef SA er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

Kynningu Sigríðar Margrétar má lesa hér.

Menntadagur_atvinnulifsins_2024-4_1707991607796

Hér er hægt að nálgast upptöku:

https://vimeo.com/912263935