Fréttasafn



26. apr. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Umsóknarfrestur um tekjufallsstyrki rennur út 1. maí

Umsóknarfrestur um tekjufallsstyrki rennur út 1. maí n.k. Búið er að greiða tæpa 9,8 milljarða kr. í tekjufallsstyrki samkvæmt 1.972 umsóknum en í vinnslu eru 134 umsóknir þar sem sótt er um rúmlega 350 milljónir kr.

Þá er búið að greiða tæplega 2,3 milljarða kr. í viðspyrnustyrki en í vinnslu eru umsóknir upp á tæplega 400 milljónir kr.

Sótt er um í gegnum þjónustusíður umsækjenda á skattur.is. Umsókn er ekki fullbúin fyrr en búið er að undirrita hana með rafrænum skilríkjum.