Fréttasafn8. nóv. 2019 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Vaxtatæki Seðlabankans alls ekki bitlaust

Á mbl.is er rætt við Ingólf­ Bend­er, aðal­hag­fræðing­ SI, sem seg­ir of snemmt að full­yrða hvort vaxta­lækk­un Seðlabank­ans muni skila sér í lægri vöxt­um af íbúðalán­um, það kunni að skap­ast tregða gegn vaxta­lækk­un í fjár­mála­kerf­inu. „Það gæti orðið ein­hver tregða gagn­vart vaxta­lækk­un­um. Vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans hafa þó verið að skila sér í lægri vöxt­um af íbúðalán­um und­an­farið. Sama má segja al­mennt í út­lána­vöxt­um til fyr­ir­tækja og heim­ila sem og inn­lánsvöxt­um.“ Ingólf­ur seg­ir að inn­lánsvext­ir séu ekki komn­ir það lágt en að þeir myndi gólf. „Vegn­ir inn­lánsvext­ir fyr­ir­tækja og heim­ila eru um þess­ar mund­ir rétt um 2%. Það er því tals­vert svig­rúm til lækk­un­ar þar enn. Miðlun­ar­ferlið ætti því ekki að vera heft af þeim sök­um.“ 

Í fréttinni á mbl.is kemur fram að Seðlabank­inn hafi lækkað meg­in­vexti í 3% síðasta miðviku­dag og hafi það verið fimmta lækk­un­in í röð en vext­irn­ir voru 4,5% fyr­ir lækk­un­ina í byrj­un apríl. Ingólf­ur bendir á að miðlun­ar­ferli pen­inga­stefn­unn­ar, eða stýri­vaxt­anna, sé miklu víðtæk­ara og flókn­ara en í gegn­um vexti íbúðalána ein­vörðungu. „Þetta hef­ur svo­lítið gleymst í umræðunni. Því hef­ur reglu­lega verið haldið fram í gegn­um tíðina að miðlun­ar­ferlið sé stíflað og er þá verið að horfa á ein­hverja mjög af­markaða þætti miðlun­ar­ferl­is­ins. Það þarf hins veg­ar að horfa á heild­ar­mynd­ina. Vaxta­lækk­an­ir hafa áhrif á vaxtamun, gengið, eigna­verð, vænt­ing­ar út í gegn­um vaxta­fer­il­inn og verðbólgu­vænt­ing­ar og þar af leiðandi eft­ir­spurn og verðbólgu.“ Þá segir í fréttinni að með þetta í huga tel­ji Ingólf­ur aðspurður að það sé alls ekki svo að vaxta­tæki Seðlabank­ans sé orðið bit­laust.

mbl.is, 8. nóvember 2019.