Vel sóttur súpufundur Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði hélt á dögunum vel sóttan súpufund á Kænunni við höfnina.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Validmar Víðisson, hélt erindi um uppbyggingarsvæði bæjarins, bæði þéttingarreitina og nýtt land. Sköpuðust fjörugar umræður í kjölfarið á góðu erindi.
Að því loknu var Aron Bjarnason hjá Filmís með tölu um rafræn vinnustaðaskírteini, lausn sem var unnin í samráði við Meistaradeild Samtaka iðnaðarins. Fjölmörg fyrirtæki eru þegar farin að nýta sér þessa nýjung sem einfaldar og bætir utanumhald mannauðs. Hægt er að kynna sé rafrænu vinnustaðaskírteinin nánar á hverertu.is.



