Fréttasafn



4. maí 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Vill að við smíðum Ísland 2.0 saman

Það má líta á þetta ástand fyrir það sem það vissu­lega er, harm­leik­ur, en í þess­ari stöðu er líka gríð­ar­lega mikið sókn­ar­tæki­færi og stjórn­völd virð­ast vera til­búin að bjóða upp í dans. Nýlega til­kynntu stjórn­völd þrælöflugan aðgerða­pakka sem snýr að því að efla nýsköpun og rann­sóknir og þróun á Ísland­i. Þetta segir Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, í grein sem birt er á Kjarnanum . Hann segir að það séu risa sóknar­tæki­færi að mynd­ast á Íslandi, hvort sem það snúi að því hvernig við end­ur­byggjum ferða­þjón­ust­una, nútíma­væðum starf­semi hins opin­bera bet­ur, eflum heil­brigð­is­tækni og þjón­ustu, finnum lausnir í umhverf­is­tækni eða sækjum fram í hrað­ast vax­andi afþrey­ing­ar­iðn­aði í heimi, tölvu­leikja­iðn­aði, sem sé nú í miklum vexti. Tækifærin séu mörg og mikið af skap­andi Íslend­ingum velti því nú fyrir sér hvað þeir skuli gera næst og hvernig við getum snúið vörn í sókn. „Byggjum á ofur­kraft­inum okk­ar, virkjum íslenska hug­vit­ið, nýtum okkur batn­andi stuðnings­um­hverfi stjórn­valda og smíðum Ísland 2.0 sam­an.“

Nýsköpunaraðgerðir stjórnvalda 

Í grein sinni bendir Tryggvi þeim á sem vilja hefja nýsköpun eða gefa í ef þeir eru þegar farnir af stað að ef aðgerðir stjórn­valda verði sam­þykktar á Alþingi þá verði hægt að sækja um styrk hjá Tækni­þró­un­ar­sjóð og að lík­urnar á því að fá styrk auk­ist tölu­vert vegna þess að stjórn­völd hafi nú bætt 700 millj­ónum króna í sjóð­inn og ákveðið að flýta úthlut­un­ar­ferl­inu. Fyrir þá sem komast af stað eða eru nú þegar kom­nir af stað með nýsköpun­arverk­efni þá muni stjórn­völd end­ur­greiða 25% af öllum kostn­aði sem til fellur vegna rann­sóknar og þró­unar. Einnig nefnir Tryggvi í greininni að stjórn­völd séu að koma upp hvata­sjóðs­kerfi sem kall­ist Kría sem sé smíðað til að hjálpa til að finna fjár­magn og tengja við alvöru fjár­festa. Auk þess að ein­stak­lingar sem fjár­festa í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu geti fengið skatta­af­slátt af fjár­fest­ingu sinni og að hægt sé að greiða hluta af launum starfs­manna  með kaup­réttum og minnka þannig fjár­mögn­un­ar­þrýst­ing.

Á vef Kjarnans er hægt að lesa grein Tryggva í heild sinni.