115 fm íbúð gæti lækkað um 5 milljónir
Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs SI sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun framleiðslukostnað við húsbyggingu allt of háan. Komi til ýmsir þættir en hátt lóðaverð, gjöld sveitarfélaga og önnur óbein gjöld spili þar stóra rullu. Væru þessi gjöld lækkuð um 50% og breytingar gerðar á byggingarreglugerð gæti 115 fm íbúð lækkað um 5 milljónir.
Hér er hægt að hlusta á viðtalið á Bylgjunni