Fréttasafn



17. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

18% aukning íbúða í byggingu

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, flutti erindi á fundi sem Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, stóð fyrir í samstarfi við Samtök iðnaðarins á Vox Club í gær. Í yfirskrift fundarins var spurt hvort íbúðamarkaðurinn væri í jafnvægi.

Í erindi sínu greindi Ingólfur meðal annars frá nýrri talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu en 18% aukning hefur orðið í íbúðabyggingum frá talningu sem framkvæmd var í mars síðastliðnum. Í byggingu eru nú 4.845 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, flestar íbúðanna eru í byggingu í Reykjavík. Í erindi sínu ræddi Ingólfur um mikilvægi þess að stöðugleika væri náð á íbúðamarkaði og dregið væri úr sveiflum. 

Hér er hægt að nálgast glærur Ingólfs.

Fundur-FVH-16-10-2018-1-Fundurinn var vel sóttur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, sem er til hægri á myndinni var fundarstjóri. 

Á vef Viðskiptablaðsins er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum.