Fréttasafn12. sep. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

2,4% færri íbúðir í byggingu

Í Fréttablaðinu er fjallað um nýja talningu Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að 6.009 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Það eru 2,4 prósentum færri íbúðir en voru í byggingu á svæðinu í síðustu talningu SI sem gerð var í mars. Þetta kemur fram í nýrri greiningu SI, Íbúðatalning haust 2019.

Í Fréttablaðinu segir að talningin sýni að viðsnúningur sé í íbúðabyggingum en á sama tíma í fyrra mældist 18,6 prósenta fjölgun íbúða í byggingu á svæðinu. Fækkun sé fyrst og fremst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en viðlíka fjöldi af íbúðum sé nú í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í mars sl. samkvæmt talningunni. Niðurstaða talningarinnar er sögð endurspegla þéttingastefnu stærstu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríflega helmingur allra íbúða í byggingu í Reykjavík og Kópavogi eru á slíkum reitum.

Fréttablaðið, 12. september 2019.