Fréttasafn23. maí 2017 Almennar fréttir

24 þúsund gestir mættu

Um 24 þúsund gestir mættu á sýninguna Amazing Home Show sem haldin var í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, flutti opnunarávarp en á sýningunni voru fjögur fagfélög innan Samtaka iðnaðarins þátttakendur. 

Meistarafélag bólstrara, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra snyrtifræðinga og Klæðskera- og kjólameistarafélagið voru með kynningar á sýningunni þar sem gestir gátu meðal annars fengið ráðgjöf og kynnt sér það nýjasta í hverju fagi. 

Fleiri myndir á SI-Facebook.