Fréttasafn



14. mar. 2025 Almennar fréttir Menntun

25 framhaldsskólar kynna námsframboð

Mín framtíð var opnuð með formlegum hætti í Laugardalshöllinni í gær. Þar kynna 25 framhaldsskólar námsframboð sitt og er búist við að 9.000 nemendur úr 9. og 10. bekkjum sæki viðburðinn. Auk þess er efnt til Íslandsmóts í iðn- og verkgreinum. 

Opnunartími er kl. 9-16 föstudag og kl. 10-15 laugardag. 

Skólarnir sem eru með kynningar í Laugardalshöllinni: Borgarholtsskóli, Flugskóli Íslands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Flugskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landbúnarháskóli Íslands, Lýðskólinn á Flateyri, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Verkmenntaskóli Austurlands og Verzlunarskóli Íslands. 

Meðal bakhjarla eru Iðan, Rafmennt, Samtök iðnaðarins, Verkiðn og mennta- og barnamálaráðuneytið.

Myndirnar eru frá setningarathöfninni þar sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, flutti ávarp.

_SAJ6864

_SAJ6842

_SAJ6903

_SAJ6908

_SAJ6941

_SAJ7029

_SAJ7061

_SAJ6831

_SAJ7063