Fréttasafn



23. des. 2016 Almennar fréttir Menntun

275 nemendur útskrifast úr Tækniskólanum

Nemendur Tækniskólans mættu til útskriftar í Eldborgarsal Hörpu í vikunni en alls brautskráði skólinn 275 nemendur. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans:

  • Byggingatækniskólinn(31)
  • Handverksskólinn(15 )
  • Raftækniskólinn(58)
  • Skipstjórnarskólinn(6)
  • Upplýsingatækniskólinn(33)
  • Véltækniskólinn(20)
  • Tæknimenntaskólinn(29),
  • Flugskólinn (26 )
  • Meistaraskólinn ( 42)
  • Hljóðtækninám (15)

Jón B. Stefánsson, skólameistari, flutti hátíðarræðu við athöfnina og vék meðal annars að nemendum framtíðarinnar og hvernig skólakerfið þarf að vera tilbúið til að taka á móti þeim. Hann minntist á stafræna frumbyggjann sem eru börnin og unglingarnir sem hafa haft snjalltæknina í höndunum samhliða því að læra móðurmálið. Skólakerfið þarf að vera tilbúið að taka á móti þessum nemum og Tækniskólinn stefnir á að leggja sitt af mörkum til þess. Þróa þarf starfs- og verknám svo litið verði til þess og skólans sem framsækins möguleika til framtíðar fyrir tæknivædda nemendur.

Haraldur Örn Arnarson er dúx Tækniskólans á haustönn 2016 með einkunnina 9,73  úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum og semidúx skólans, Andrea Jónsdóttir, útskrifaðist úr sama fagi með einkunnina 9,36. Þau eru á myndinni ásamt Þóri Pálssyni, aðstoðarskólameistara, Guðrúnu Randalín, skólastjóra Upplýsingatækniskólans, og Jóni B. Stefánssyni, skólameistara.